ÓSKIR ÞÍNAR Í GLUGGUM

Gluggarnir og hurðirnar frá GK gluggum ehf. eru fyrsta flokks framleiðsla sem unnin er með fagmennsku og nákvæmni í fyrirrúmi. Öll framleiðsla er samkvæmt íslenskum glugga- og hurðastaðili.
Hjá GK gluggum ehf er hægt að fá allar gerðir timburglugga og -hurða og hver einstaki gluggi er gerður samkvæmt óskum hvers og eins innan þeirra marka að þeir standist gæðakröfur fyrirtækisins.

Nýbyggingar:
Ef valið er um að steypa glugga í nýbyggingar þá er hægt að fá karmana afhenta fyrst og fög og hurðir þegar húsi er lokað. Kosturinn við þetta er margþættur:
Sparnaður í fjármagnskostnaði þar sem greitt er aðeins fyrir það sem framleitt er hverju sinni. Sparar geymslupláss fyrir fullframleidda vöru. Kemur í veg fyrir hnjask við geymslu á fullunninni vöru.
Image
Ferli til að fá tilboð í glugga og hurðir:
Glugga- og hurðateikningar sendar t.d. með tölvupósti, faxi eða komið með teikningar til okkar. Einnig er hægt að taka ljósmyndir af því sem fyrir er og skrifa málin inn á.
Gert er tilboð skv. framlögðum teikningum. Áætlaður afhendingartími er tilgreindur í tilboðinu.

Ferli við pöntun glugga og hurða:
Tilboð samþykkt með undirritun tilboðs eða staðfestingu í tölvupósti.
Reikningur er sendur fyrir staðfestingagjaldi en upphæð er tilgreind á tilboði. Þegar staðfestingagjald hefur verið greitt þá fer verkefnið í röðina, þ.e. áætlaður afhendingartími miðast við greiðslu staðfestingargjalds.
Gluggarnir og hurðarnar eru teiknaðar. Á teikningunni kemur meðal annars fram stærð, útlit, gerð, frágangur og tegund opnunar á fögum og hurðum.
Teikningar eru sendar til verkkaupa til samþykktar og staðfestingar.
Eftir staðfestingu frá verkkaupa getur framleiðsla hafist.
Hægt er að smíða glugga úr mörgum viðartegundum.  Einungis er notað valið hráefni til að tryggja gæði framleiðslunnar.

Helstu viðartegundir eru:
- Fura
- Oragon-Pine
- Mahogny
- Tekk

Í karma má nota furu en GK gluggar ehf notar eingöngu harðvið í opnanleg fög sem og hurðir.  

Í Skandinavíu er sífellt vinsælla að nota efnivið úr samlímdu efni, límtré. Þetta er sérframleitt glugga- og hurðaefni og í það er notuð fura og greni.  Í ferlinum við framleiðslu límtrésins er viðurinn skannaður og kortlagður sem síðan tekur út þá galla sem eru á timbrinu og úr því verður gallalaus efniviður þ.e. viður sem er ekki með kvistum né sprungum.

Límtréið má nota í bæði karma, opnanleg fög og hurðir.

Fyrirtækið GK gluggar ehf er ávallt að leita leiða til að bæta gæði framleiðslunnar sem og að uppfylla kröfur viðskiptavina sinna og því er nú verið að gera samninga við framleiðenda sem uppfyllir kröfur og eru viðurkenndir af gæðaeftirlitinu "The Norwegian Institute of Wood Technology" en þessi gæðaframleiðsla mætir kröfum í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og Noregi.Eftir staðfestingu frá verkkaupa getur framleiðsla hafist.
Viður er náttúrulegt efni sem aðlagar sig ávallt að aðstæðum.  Þegar viður er valinn þá þarf rakastig hans að vera 12-14 % en það þarf einnig að halda rakastigi timbursins í framleiðslunni. Í vinnslusal verksmiðjunnar eru rakaskynjarar sem setja rakakerfi í gang ef raki fer niður fyrir leyfileg mörk. Þannig næst að halda réttu rakastigi á öllum framleiðslustigum.

Þegar hurðir og gluggar eru settir í hús, sérstaklega nýbyggingar, þá er vert að hafa í huga eiginleika þessa náttúrulega efnis, þ.e. það aðlagar sig að aðstæðum. Ef verið er að setja fög og hurðir í nýbyggingu þá þarf að leitast við að vera búið að vinna með efni sem eru rakagefandi s.s. ílagnir í gólf og fleira þar sem uppgufun er mikil.

Yfirborðsmeðhöndlun
Hægt er að velja hvort gluggar og hurðir séu fullmálaðir, olíubornir, grunnfúgavarðir eða ekki með neina yfirborðsmeðhöndlun allt eftir óskum viðskiptavinar en hægt er að velja um hvaða lit sem er fyrir olíu og málningu. Við meðhöndlun á fullmálaða glugga og hurðir þá er ávallt gert ráð fyrir tveimur umferðum. Á milli umferða er yfirborð pússað svo áferð sé slétt og falleg. 

Hvort sem gluggar og hurðir eru olíubornar eða málaðir þá er efninu sprautað á samsetta vöruna.  Við samsetningu gluggar og hurða er einnig sett lím á endatré til að tryggja timbrið dragi siður vatn inn í sig.

Hægt er að velja um að fá gler með í tilboði.  Ekki er gert ráð fyrir glerjun enda ekki mælt með að hafa glerið í gluggum, hurðum né fögum áður en það er sett í hús, aðallega vegna þyngdarinnar.

Hægt er að velja um margar tegundir og liti á gleri.

Helstu samstarfsaðilar eru:
Glerverksmiðjan Samverk ehf
Glertækni ehf

IPA er heitið á skrá- og lamakerfinu sem notað er í opnanleg fög. Þetta kerfi er frá Danmörku en margir framleiða í þetta kerfi s.s. IPA framleiðandinn, ASSA og FIX.    

Skrár í glugga:
Í opnanlegu fögin frá GK gluggum ehf eru notaðar tveggja punkta lokunarbúnaður. Með þessum lokunarbúnað er hægt að hafa rifu á glugganum/faginu í læstri stöðu. Þetta er kölluð nætuopnun. Ekki er þörf á krækjum og stormjárnum þegar notaðar eru tveggja punkta lokunarbúnaður.

Lamir í glugga:
Á myndunum má sjá hefðbundna brautarlöm frá IPA og brautalöm frá ASSA í glugga.
 
Þéttikantar:
Í opnanlegu fögin í gluggana frá GK gluggum ehf. eru notaðir Qlon þéttilistar sem tryggir þétta glugga og þægilega lokun.

MYNDIR